top of page

Breyttu gögnum í gröf

Intellecon breytir gögnum í falleg og nytsamleg gröf fyrir öll tilefni
Góð og faglega unnin gröf auka trúverðugleika í skýrslum og greinum.
Intellecon sér til þess að gröfin þín séu ekki aðeins falleg heldur einnig skýr og upplýsandi
Intellecon getur einnig séð um gagnagreininguna fyrir þig.
Vertu viss um að gröfin komi vel út í prenti eða á vefnum
Við notum þína litapalletu og þína leturgerð
Anchor 1

Breyttu gögnumí gröf

faeddir.gif

Hreyfimyndir auðvelda yfirsýn

Oft má sýna breytingar yfir tíma með mun skýrari hætti á hreyfimynd heldur en á stöku grafi. Þetta á sérstaklega við þegar verið er að vinna með mikið af gögnum. Þessi mynd er á gif formatti og er m.a. hægt að setja hana í powerpoint skjal. Einnig er hægt að fá hreyfimyndir sem myndband.

Breyttu gögnun í gröf
Gröf án bakgrunns

Með því að sleppa því að hafa bakgrunn á gröfum má leyfa hönunn skýrslunnar eða heimasíðunnar sem myndin er á að njóta sýn.

Intellcon VS Excel

Intellecon vs Excel

folksflutningar_excel.png
folksflutningar.png

Það eina sem hægt er að lesa úr þessari mynd með góðu móti er að Reykjavík er langstærsta sveitarfélagið. Erfitt er að leita að finna ákveðin sveitarfélög. Þá er aðeins annað hvert sveitarfélag merkt.

Myndin er hólfuð niður í landshluta og innan hvers landshluta er sveitarfélögunum raðað í stærðarröð. Myndin dregur því bæði fram mun á sveitarfélögum og á landshlutum. Auðvelt er að finna sveitarfélag sem leitað er að og þrátt fyrir að þau séu mörg er textinn við x-ásinn læsilegur. (Athugið að aðrar útfærslur geta verið hentugri eftir því hvaða þætti á að draga fram)

Algengt er að tvær eða fleiri breytur í mismunandi einingum eða á mismunandi stærðarskala séu settar á sama grafið. Slíkt getur gefið afar villandi mynd, sérstaklega á línuritum. Þá er aðeins hægt að hafa tvær mælieiningar.

Með því að hólfa breyturnar niður má auðveldlega sveiflur í mismunandi breytum án þess að gefa til í skyn að þær séu á sama mælivarða. Línurit geta verið hentug til þess að sjá breytingar yfir tíma á meðan stöpplarit sýna vel stærðargráður. Hið svokallaða sleikipinnarit (e. lollipop graph) sameinar báða kostina.

faedingar_excel.png
faedingar.png
bottom of page